Kvikmyndaramminn er leikvöllur, og alltaf er jafnmikil synd þegar leikstjórar nýta sér hann aldrei nóg þegar kemur að gamanmyndum. Þetta er aðeins einn margra sannleiksmola sem má finna í þessu skýringarvídeói þar sem er farið ítarlega í gegnum brögð sem Edgar Wright virðist verulega kunna tökin á.

Ef þú ert ekki Wright-aðdáandi nú þegar ertu ögn líklegri til að breyta skoðun þinni eftir þetta skyldugláp fyrir alla sem koma nálægt kvikmyndagerð. Þarna er líka um prímdæmi að ræða í tengslum við talentið sem Marvel stúdíóið kastaði frá sér þegar listrænir ágreiningar dúkkuðu upp á bakvið tjöldin á Ant-Man.

Þeirra missir.