“There is a Hell. This is worse.”

The Void er gamaldags hryllingsmynd sem hefði sómað sér vel upp úr árinu 1990. Kvikmyndagerðarmenn eru ér augljóslega undir áhrifum kvikmynda eins og Hellraiser og The Thing, þó hún nái ekki alveg þeim hæðum. Myndin gerist í hálf yfirgefnum spítala þar sem nokkrir, að mestu, ókunnugir þurfa að takast á við brjálaðar aðstæður. Myndin lætur áhorfandann hafa fyrir hlutunum en það er einhver baksaga sem maður fær aldrei að heyra og atburðir myndarinnar eru aldrei fyllilega útskýrðir. Mér fannst persónur ekkert frábærar, en hafði samt gaman af myndinni og H.P. Lovecraft skrímslunum. Allt sem minnti á Hellraiser var auk þess æðislegt.

Spoiler – Það sem ég held að sé í gangi er þetta: Læknirinn Richard Powell er í cult samtökum sem reyna að opna aðra vídd (The Void), allt tengist þetta þessum þríhyrningum. Þegar einhver deyr í nálægð við víddina endurfæðist hann/hún sem einhverskonar cenobite eða djöfull. Víddin breytir ýmsu í návist hennar og í lokin festast aðalpersónur inni í víddinni.

“Statistically you’re more likely to die in a hospital than anywhere else.”

Leikstjóri: Jeremy Gillespie, Steven Kostanski (Father´s Day)