„Every man fights his own war.“

Ég ætlaði að horfa á Saving Private Ryan en langaði frekar að rifja upp þessa mynd eftir meistara Terrence Malick. Gallinn sem flestir benda á við þessa mynd er lengdin. Hún er 164 mínútur og maður finnur talsvert fyrir þeirri lengd. Það eru langir hægir kaflar inn á milli þar sem hermenn eru í heimspekilegum hugleiðingum og það er smekksatriði hvort að það sé of mikið af hinu góða. Þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma fannst mér myndin allt of löng og vildi bókað fá meiri skotbardaga og minni pælingar. Núna er ég hinsvegar farinn að fýla betur heimspekina. Ég veit ekki af hverju.

Það er ótrúlegt samansafn af leikurum í þessari mynd. Stærstu hlutverkin eru leikin af James Caviezel, Nick Nolte og Sean Penn. Við fáum hinsvegar líka John Travolta, George Clooney, Adrian Brodie, John Cusack, Woody Harrelson, Nick Stahl, Thomas Jane og Jaret Leto. Mig grunar að ástæðan fyrir þessum rosalega hópi sé virðing fyrir Mallick. Menn vilja bara vinna með honum.

Eins og allar Mallick myndir er myndatakan til fyrirmyndar og í raun algjört augnakonfekt. Hasarsenur eru vel gerðar og maður fær alveg þennan war is hell fýling. The Thin Red Line er ekki fyrir alla en það ættu samt allir að geta fundið eitthvað við hana við sitt hæfi. Já, og Nick Nolte stelur myndinni.

„Property. The whole fucking thing’s about property.“

Leikstjóri: Terrance Mallick (Badlands, Days of Heaven, The New World)