„Are you eating it …or is it eating you?“

Þegar ég fann myndir eins og þessa á leigunni í gamla daga var það eins og að finna gull. The Stuff fjallar um hvítt efni sem finnst í jörðinni og bragðast nokkuð vel. Reyndar það vel að efnið er selt í verslunum án þess að nokkur viti hvað er í því. Hvar var matvælaeftirlitið!? Efnið fer svo að breyta fólki og allt verður svolítið snúið svo ekki sé meira sagt. Það er alltaf gaman að horfa á þessar ódýru hryllingsmyndir sem reyna allt sem hugsast getur til að ganga eins langt og hægt er. The Stuff er ekta cult mynd nýtur virðingar en er lítið þekkt.

„No one is as dumb as I appear to be.“

Leikstjóri: Larry Cohen (It´s Alive)