“You bring the pizza….I’ll bring the drill.”

The Slumber Party Massacre er létt slasher hryllingsmynd sem er á góðri leið með að verða cult classic. Nokkrar góðar vinkonur ákveða að hittast þegar foreldrarnir fara út úr bænum, en morðóður geðsjúklingur sleppur úr fangelsi og mætir í partýið. Oftast er morðinginn falinn í svona myndum, annaðhvort í skuggum eða á bakvið grímu en það er ekki tilfellið hér. Morðinginn er sýndur allan tímann og ástæðan fyrir morðunum er ekki persónuleg, hann er bara svona klikkaður. Mér fannst það draga aðeins úr áhrifamættinum. Morðvopnið er  hins vegar óvenjulegt, en notast er við rafmagnsbor sem gerir þetta allt þeim mun kjánalegra. Stundum er talað um morðingjann sem The Driller Killer sem vísar í samnefnda mynd frá 1979.
Ég hafði gaman af þessari.

“You know how girls love to scream.”

 

Leikstjóri: Amy Holden Jones (Love Letters)