„To enter the mind of a killer she must challenge the mind of a madman.“

Minnstu munaði að það Michelle Pfeiffer og Jeremy Irons hefðu leikið aðalhlutverkin í þessari mynd. Þau hefðu sennilega verið góð en það er erfitt að hugsa sér aðra en Jodie Foster og Anthony Hopkins í þessum hlutverkum. Brian Cox lék Hannibal Lecter í Manhunter en ég tengi þá bara ekki saman, þeir eru svo ólíkir. Þessi mynd er ennþá áhrifamikil og þá sérstaklega Hopkins þó að hann sé víst ekki skjánum nema í 16 mínútur samtals. Mér finnst Ted Levine ekki fá nægilega mikið kredit fyrir Buffalo Bill, hann fellur í skuggann á Lecter. Hann er samt mjög sannfærandi fjöldamorðingi og mjög ógnvekjandi á sinn hátt. Hans persóna er byggð á fjöldamorðingjunum Ed Gein og Ted Bundy.

Myndir eins og þessi og Seven höfðu bein áhrif á hvernig svona myndir eru gerðar. Í kjölfarið komu margar eftirlíkingar, ekki síst af því að þessi fékk fullt af Óskarsverðlaunum, en engin hefur náð að jafna þær hvað gæði varðar.

„Tell me, mum, when your little girl is on the slab, where will it tickle you?“

Leikstjóri: Jonathan Demme (Philadelphia, The Manchurian Candidate)