“Don’t bury me…I’m not dead!”

The Serpent and the Rainbow er lítið þekkt og nokkuð vanmetin mynd eftir hinn goðsagnakennda Wes Craven, sem lést fyrir tveimur árum. Myndin er byggð á sannri sögu og vinsælli bók eftir Wade Davis, en aðalpersónan í myndinni er í raun Wade sjálfur. Bill Pullman leikur þennan mann sem ferðast um Haítí í leit að voodoo lyfi sem getur slegið menn út eins og þeir væru dauðir og vakið þá aftur. Hann sogast inn í myrkan heim svartagaldra og lendir almennt í bölvuðum vandræðum. Myndin er fagmannlega gerð og vel leikin og hryllingurinn er ansi áhrifamikill, en þeir sem þjást af innilokunarkennd ættu kannski að velja eitthvað annað.

“When you wake up scream, Doctor Alan. Scream all you want. There is no escape from the grave.“

 

Leikstjóri: Wes Craven (The Last House on the Left, The Hills Have Eyes, A Nightmare on Elm Street, Scream)