„There Must Forever Be A Guardian At The Gate From Hell.“

Trúarlegar hryllingsmyndir hafa alltaf verið áberandi flokkur. Helstu stórverk í þeim hópi eru myndir á borð við The Omen, The Exorcist, Rosemary´s Baby og svo er heill hellingur af tengdum myndum. The Sentinel fjallar um konu sem flytur í fjölbýlishús þar sem dularfullir hlutir gerast. Nágrannarnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og smám saman kemur í ljós forsaga sem teygir sig aftur hundruði ára og alla leið til helvítis. Það er ýmislegt gott við þessa mynd. Andrúmsloftið er mjög creepy og hryllingurinn er gerður nægilega hræðilegur ef svo má segja. Leikararnir er óvenju flottir. Við erum með Chris Sarandon, Eli Wallach (The Ugly) og Burgess Meredith (Mickey úr Rocky). Svo eru lítil cameo hlutverk frá Tom Berenger, Christopher Walken og Jeff Goldblum.

Spoiler – Það líka ýmislegt sem mér fannst ekki virka. Ég meina þegar maður flytur í nýtt hús og skelfilegir hlutir fara að gerast þá bara flytur maður, ekki satt? Svo var líka skrítið að eina leiðin til að stoppa nýja vörð helvítis var að fá hann til að fremja sjálfsmorð. Af hverju var ekki bara hægt að drepa hann? Það var ekki útskýrt. Skemmtileg mynd samt.

„The angel Uriel was stationed at the entrance to Eden to guard it from the devil. Since that time a long line of guardians… sentinels, have guarded the world against evil.“

Leikstjóri: Michael Winner (Death Wish 1-3, The Mechanic)