“Truth be told.”

The Post er nýjasta kvikmynd Steven Spielberg og er ein af níu myndum sem tilnefndar eru til bestu myndar á næstu Óskarsverðlaunum. Myndin fjallar um stóra ákvörðun sem The Washington Post þurfti að taka í tengslum við Vietnam stríðið. Efnið er áhugavert í sögulegu samhengi og til að segja þessa sögu var safna í stórskotalið leikara sem gerir sitt besta fyrir einn besta leikstjóra allra tíma.

Þetta er mynd sem hefði átt að verða næsta All The Presidents Men eða Spotlight. Í stað þeirra er hún nýjasta Lincoln eða Tinker Tailor Soldier Spy með þeim þurrleika og þyngslum sem þeim myndum fylgir. Myndin daðrar við að vera hreinlega leiðinleg en sleppur þó rétt fyrir horn. Ég átti von á grípandi mynd en þurfti þess í stað að sætta mig við þunga dramatík sem virtist nokkuð lengri en þeir tveir tímar sem hún var í raun.

“My decision stands, and I’m going to bed.”

Leikstjóri: Steven Spielberg (Jaws, Raiders of the Lost Arc, E.T. The Extra Terrestrial, Jurassic Park, Schindler´s List, Saving Private Ryan, Munich, Bridge of Spies)