“We accept the love we think we deserve.”

Náði þessari í flugvél um daginn, hafði ekki séð hana áður en hef haft hana á radarnum í nokkur ár. Þetta er ein af þessum “coming of age” unglingamyndum um vandræðalega strákinn sem kynnist nýjum vinum, verður ástfanginn og svo framvegis. Kannski ekki svo frumlegt en myndin er hinsvegar mjög sjarmerandi og persónur mjög góðar.

Logan Lerman, strákurinn sem leikur Percy Jackson í þeim myndum, fer með aðalhlutverkið. Hann er ágætur en Emma Watson og Ezra Miller eru betri og hálfpartinn stela myndinni. Miller er á leiðinni að verða svolítil stjarna en hann var frábær í We Need To Talk About Kevin og skemmtilegur sem The Flash í Justice League. Ég var mjög hrifinn af þessari mynd.

“Mary Elizabeth is a really nice person underneath the part of her that hates everyone.”

Leikstjóri: Stephen Chbosky (Wonder)