Það er ekki fágætt að tíserar komi út fyrir bíómyndir sem eru varla byrjaðar í tökum en Trainspotting 2 (titillinn gæti breyst) gaf út smá klippusafn úr fyrri myndinni til að tilkynna komu sína – auk þess að tökur á henni hófust núna 16. maí.

Trainspotting er ekki auðvelt gigg til að fylgja eftir enda óumdeilanlega með því besta frá Danny Boyle og eflaust öllu leikaraliði sínu. Lykilmennirnir snúa allir aftur, Renton (McGregor), Spud (Bremner), Begbie (Carlyle) og Sick Boy (Miller), tuttugu árum eldri.

Trainspotting 2 – sem í bili og djóki skal heita T2 – er væntanleg í janúar og styðst lítið við framhaldsbókina ‘Porno’ sem Irvine Welsh skrifaði. Góðkunningi Boyle, John Hodge, sér um handritið en hann skrifaði t.d. þá fyrri. Forvitnilegt verður að sjá útkomuna, þessi litli ‘tíser’ gerir lítið annað en að minna okkur á hversu brilljant Trainspotting var/er. En auðvitað er þess virði að kíkja á það!