„How far should a man go to find his dream?“

The Mosquito Coast er rafmögnuð kvikmynd eftir frábæran leikstjóra með mögnuðu úrvali leikara. Helen Mirren og River Phoenix styðja hér við Harrison Ford í einu af hans bestu hlutverkum. Ford leikur uppfinningamanninn Allie Fox sem gefst upp á nútíma neysluþjóðfélaginu og dregur fjölskyldu sína inn í frumskóga Suður Ameríku og ekki bara í frí.

Myndin er gerð eftir skáldsögu Paul Theroux og ber þess skýrt merki. Phoenix er sögumaður og mikið af því sem hann segir hljómar eins og það sé beint úr bókinni, ekki ósvipað og þegar DiCaprio var sögumaður í The Beach. Það er gaman að fylgjast með hvernig fjölskyldan plummar sig í frumskóginum og hvernig hún brást við hinum ýmsu óvæntu uppákomum. Þetta er vel gerð drama og skemmtileg sýnidæmi um við hverju maður mætti búast í sömu aðstæðum. Óhætt að mæla með þessari.

„Everything we need is right here.“

Leikstjóri: Peter Weir (Gallipoli, Witness, Dead Poets Society , Fearless, The Truman Show, Master and Commander: The Far Side of the World)