Sumarið er varla komið en strax eru Stjörnustríðsfíklar farnir að telja mínúturnar í desember-mánuð. Internetið lagðist á hliðina með tilkomu fyrstu kitlunnar fyrir Star Wars: The Last Jedi, sem er í umsjón leikstjórans Rian Johnson (Brick, Looper).

Kitlan gerir akkúrat allt sem hún á að gera. Hún kitlar…

Hver ætli söguþráðurinn verði? Hvað er málið með Kylo þessa dagana og hvað í ósköpunum er Luke að meina í lokin á þessu broti? Og nota bene, þessi trailer markar fyrsta skiptið þar sem Logi kallinn heyrist og sést tala á skjánum í heil 34 ár.

Og hey, á sama degi fengum við geggjað retró-plakat!

Þessarar veislu verðum við að bíða eftir með talsverðri þolinmæði. Vonandi verður hún vel þess virði.

Tíserinn er allavega þess virði að skoða, aftur. Og aftur.