“This is the great film he has been working on for a whole year.”

The Kid er af sumum talin vera fyrsta kvikmynd Charlie Chaplin í fullri lengd. Myndin er 68 mínútur, en hann gerði Shoulder Arms árið 1918 sem er 45 mínútur. Spurningin er því, hvenær hættir mynd að vera stuttmynd og verður í fullri lengd? Chaplin tók mikla áhættu við framleiðslu myndarinnar en hann tók 500.000 dollara bankalán og eyddi löngum tíma í tökur. Að lokum fékk hann að minnsta kosti 1.500.000 dollara fyrir myndina en velgengni hennar var mjög mikilvæg fyrir feril meistarans.

Þessi mynd er falleg saga um fátækan mann sem finnur ungabarn og ákveður að ala það upp. Fimm árum síðar er barnið uppgvötað af yfirvöldum og allt fer í háaloft. Myndin er auðvitað troðfull af sprelli frá Chaplin en á sama tíma er hún mjög hjartnæm. Tónlistin er mjög flott, hún leiðir mann áfram í tilfinningalegan rússíbana sem endar allt of fljótt. Frábær mynd frá Chaplin.

“A picture with a smile – and perhaps, a tear.”

Leikstjóri: Charles Chaplin (Modern Times, City Lights, The Great Dictator)