Framhaldið af Pacific Rim virðist vera komið aftur á skrið, eftir að því var frestað á síðast ári og héldu margir að þar með væri sú mynd dauð. Svo virðist samt ekki vera, en myndin er með nokkuð dyggan aðdáendahóp sem er búinn að bíða eftir framhaldi í nokkuð langan tíma.

Um daginn var það tillkynnt að þeir væru komnir með nýjan leikstjóra að nafni Steven S. DeKnight í staðinn fyrir Guillermo Del Toro, en þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd.

DeKnight hefur áður búið til þáttinn Spartacus fyrir sjónvarpstöðina Starz í Bandaríkjunum. Var hann líka aðalhandritshöfundur og “showrunner” fyrir fyrstu seríuna af Daredevil, en það er hægt að nálgast báðar sjónvarpsseríurnnar á íslenska Netflix.

Sá sem skrifaði handritið fyrir framhaldið heitir Jon Spaihts, var hann þar á meðal einn af handritshöfundum Prometheus sem kom út 2012 en hún var tekin upp hér að einhverju leiti.

Hann kemur líka við sögu í Marvel-myndinni Doctor Strange sem kemur út næstkomandi nóvember og endurgerðinni af The Mummy frá Universal sem á að koma út á næsta ári, en hún mun skarta meðal annars Tom Cruise í aðalhlutverki.

Del Toro, leikstjórinn og einn af handritshöfundum fyrstu myndarinnar, mun enn vera einn af framleiðundum nýju myndarinnar þótt hann hafi hætti sem leikstjóri og virðist hann vera mjög ánægður með framgang mála.

del-toro_pacific-rim

Fyrsta myndin kom út 2013 og var hún vísindaskáldskapur. Þó hún hafi ekki beint staðið undir væntingum í Bandaríkjunum á sínum tíma þá gerði hún það mjög gott í Kína og mörgum öðrum löndum utan Bandaríkjanna.

Er hún söluhæsta mynd Del Toro hingað til og fékk hún líka góðar viðtökur hjá fólki og gagrýnendum almennt.

Ekki er vitað hvort þetta verið sjálfstætt eða beint framhald. Nafnið á henni er sagt vera Maelstorm, en það er líklegt til að breytast áður en myndin kemur út. Ný dagsetning hefur ekki enn verið tilkynnt, en þykir líklegt að það verði einhvern tíman á þarnæsta ári.