Nú er tæpur mánuður í stærstu mynd þessa (og næsta?) árs, og aðdáendur eru farnir að nötra af spenningi og búa sig undir gleðina. Félagar okkar hjá Nexus ætla heldur betur að fagna komu The Force Awakens með stæl.

17. desember, frumsýningardag myndarinnar á Íslandi verða tvær Nexus-sýningar í Egilshöllinni kl. 23.
Ein í 3D í sal 1 og önnur í 2D í sal 2. Miðaverð er 1800 kr. á 3D, 1600 kr. á 2D.

Báðar sýningar verða hlélausar og selt í númeruð sæti. Miðasalan hefst á morgun, 19. nóvember kl. 19:30 eingöngu í Nexus. Fjöldi miða sem má kaupa, meðan það er röð eru mest 3 miðar á mann.
Það verður ein röð fyrir utan verslunina, en henni verður svo hleypt inn í verslun kl. 19:30 og skipt í tvær raðir, 3D og 2D.

Og…!
Það verður búningakeppni með veglegum verðlaunum á undan sýningunni þannig að þeir sem ætla að taka þátt í henni þurfa að mæta ekki seinna en kl. 22. Allir sem mæta í búningum (líka eftir kl. 22) fá glaðning frá Nexus. Nánari upplýsingar um keppnina verða settar inn fljótlega.

Miðar eru númeraðir þannig að allir geta verið rólegir fram að sýningu, en það er sérstök beiðni frá sjoppunni í Egilshöll að versla eins tímanlega og hægt svo ekki þurfi að seinka sýningunni vegna langra sjoppuraða.
Sjoppan mun bjóða upp á sér samsett tilboð goss, popps og fleira í tilefni dagsins.

Það verða ekki spilaðar auglýsingar eða trailerar á undan sýningunni.

Miðasala á aðrar sýningar á myndinni, frumsýningardag og aðra daga hefst 20. nóvember.