„You may not believe in ghosts but you cannot deny terror.“

The Haunting er almennt viðurkennd sem ein besta draugamynd allra tíma. Ég hafði ekki séð hana áður en hún virðist eldast mjög vel, a.m.k. talsvert betur en endurgerðin. Myndin fjallar um mann sem fer með þremur öðrum í stórt sveitasetur í þeim tilgangi að rannsaka draugagang. Það góða við þessa mynd er að persónur haga sér að mestu leyti á sannfærandi hátt. Þau reyna að halda hópinn og greina svo það sem gerist með rökum. Þetta er heillandi mynd sem ég get ekki annað en mælt með.

„Whose hand was I holding?“

Leikstjóri: Robert Wise (The Day the Earth Stood Still, Somebody Up There Likes Me, West Side Story, The Sound of Music, Star Trek: The Motion Picture)