“The impossible comes true.”

The Greatest Showman er söngleikur byggð lauslega á sönnum atburðum og lífi P.T Barnum. Myndin var ástríðuverkefni Hugh Jackman og tók hann mörg á að koma í framleiðslu en kvikmyndaverin voru víst hikandi….fram að velgengni La La Land. Myndin er ágætlega ánægjuleg og sumir munu eflaust elska hana (eins og 9 ára dóttir mín gerði). Mér fannst hinsvegar sagan vera svolítið losaraleg, stundum var fókusinn á skrítnu aukahlutverkin en stundum var það einkalíf Barnum sem var síður áhugavert. Tónlistin var frekar ómerkileg, ekki mjög eftirminnileg og myndin fannst mér hreinlega á mörkum þess að virka.

“No one ever made a difference by being like everyone else.”

Leikstjóri: Michael Gracey