„What If You Could Live Forever?“

The Fountain er klárlega ekki fyrir alla en allir ættu þó að láta reyna á hana. Það er mikið sem er hægt að túlka og djúpar pælingar í gangi í hverjum ramma. Stjarnan sem er að deyja er táknræn fyrir persónu Rachel Weisz sem er að deyja úr krabbameini. Hugh Jackman er að reyna að lækna hana (leitar að tré lífsins) og sagan sem Weisz skrifar er táknræn fyrir hennar túlkun á atburðum og hans þráhyggju. Í mínum huga er engin framtíð og fortíð. Einungis læknirinn að reyna að finna lækningu fyrir konuna sína og svo ævintýrið sem hún skrifar sem lýsir tilfinningum þeirra beggja. Þessi mynd hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá hana fyrst og áhrifamátturinn hefur ekki dvínað. Jackman og Weisz gefa allt í frammistöður sínar og það er útilokað að sogast ekki inn í þennan hvirfilvind tilfinninga.

„You pull me through time.“

Leikstjóri: Darren Aronofsky (Pi, Requiem For a Dream, The Wrestler, Black Swan, Noah, Mother!)