„The monster created by atoms gone wild.“

Endurgerð David Cronenberg af þessari mynd er ein besta hryllingsmynd og vísindaskáldsaga allra tíma. Ég var forvitinn að kíkja á gömlu myndina og líkt og The Thing From Another World kom þessi skemmtilega á óvart. Í fyrsta lagi var hinn frábæri Vincent Price mættur til leiks. Nærvera hans eins og sér breytir myndinni næstum úr B hryllingsmynd í …B+. Þessi mynd er merkilega spennandi. Það er óhugnanlegt andrúmsloft sem virkar mjög vel fyrir þessa sögu. Brellurnar eru smá kjánalegar en þó ekki þannig að ég fór að hlægja. Sagan er í grunninn svipuð og í endurgerðinni en á sama tíma allt öðruvísi. Ein og sér er þetta góð mynd. Mæli með henni fyrir forvitna.

„They wouldn’t harm anything… not even a fly.“

Leikstjóri: Kurt Neumann