„The dirtiest Harry of them all!“

Þá er það Dirty Harry 3, The Enforcer. Þessi mynd er hrein og bein formúla í takt við fyrstu tvær. Málið er að þessi formúla virkar. Eins og venjulega er yfirmaður Harry að skamma hann fyrir að skemma bíl og valda skaða í borginni. Hann reynir að losna við Harry en þarf á honum að halda þegar hópur af hryðjuverkamönnum gerir allt vitlaust. Harry fær nýjan félaga sem er ákveðin klisja út af fyrir sig. Að þessu sinni er það kona leikin af Tyne Daly (úr Cagney and Lacy).

Þó svo að myndin sé eftir bókinni og lakari en Magnum Force er hún vel þess virði að sjá. Eastwood er í rosa formi og spýtir út úr sér hverri snilldar setningunni á fætur annarri.

„I’ll tell you what you are to me, little man. You’re just a maggot who sells dirty pictures.“

Leikstjóri: James Fargo (Every Which Way But Loose)