Það gerist alls ekki sjaldan að hasarhetjur spreyti sig í krakkamyndum, hvort sem það er Vin Diesel í The Pacifier eða Dwayne Johnson í Tooth Fairy. En auðvitað var Arnold Schwarzenegger á meðal þeirra fyrstu til að gefa okkur fyndnustu minningarnar í Kindergarten Cop sem kom út árið 1990 (þar á meðal þetta!). Nú hefur Expendables-mótleikari hans og töffaratröllið Dolph Lundgren ákveðið að ganga í sömu spor í „framhaldi“ sem kemur fyrstu myndinni lítið við, sem því miður þýðir að ‘Ahnuld’ fái ekki cameo.

Afraksturinn virkar svo slæmur að hann gæti orðið ánægjulegur… í réttum félagsskap og eftir alnokkur öl.

Kindergarten Cop 2 fer beint á Blu-Ray og stream-leigur. Tékkið á Dolfinum sjálf.