Snillingarnir hjá Auralnauts hafa búið til myndband með hinum ýmsu senum Darth Vader og skipt út röddinni hans fyrir jú, sjálfan Donald Trump. Raddbútarnir sem valdir voru koma allir frá ræðum hans úr forsetaframboðinu, sem hingað til hefur verið meira en skrautlegt, og koma fáranlega vel út.

Þar sem myndbandið er svo skemmtilega klippt kemur þetta út eins og Darth Vader hafi einfaldlega misst vitið og eiga andlitsviðbrögð undirmanna hans alveg fullkomlega við. Darth Trump styttir svo sannarlega biðina fram að 17.des.