„Gather Around the Campfire to Die!“

The Burning er eftirlíking af Friday The 13th sem er í rauninni betri en flest framhöld þeirrar myndar. Myndin gerist í sumarbúðum þar sem hópur unglinga sprellar og skemmtir sér, oftast í frekar litlum fötum. Morðinginn í þessari mynd kallast Cropsy og gengur um allur brunninn og drepur með hárbeittum garðklippum. Myndin er óvenju skemmtileg fyrir þessa gerð myndar og það eru nokkrar eftirminnilegar persónur. Sjálfur Jason Alexander (George í Seinfeld) leikur einn af unglingunum sem var góður bónus. Flest morðin eru nokkuð dæmigerð slasher morð en eitt stendur upp úr, þ.e. fjöldamorð á fleka þar sem hópur unglinga er klipptur niður í bókstaflegri merkingu. Svo fær myndin prik fyrir flott plakat. Sehr gute.

„Tonight’s the night. Cropsy’s going to get what he deserves.“

Leikstjóri: Tony Maylam (Split Second)