Húðflúr eru orðin svo algeng að fólk kippir sér ekkert við það þó það mæti einstaklingi með húðflúr, nema það sé kannski illa staðsett. Húðflúr hafa lengi verið vinsæl aðferð í bíómyndum til að sýna hörku persónunnar, persónuleg tengsl og jafnvel heimsku. En hvaða tattú eru þau áhugaverðustu, eftirminnilegustu eða skemmtilegustu sem hafa sést á skjánum?

Kíkjum…

 

Dude, Where’s My Car? (2000)

Dude-Wheres-My-Car-Portable
Hér fáum við að kynnast óheppilegri tattooferð þegar félagarnir Jesse og Chester vakna með húðflúr á bakinu eftir fyllerí gærdagsins. Húðflúrin endurspegla hvernig persónurnar eiga til með að hugsa oft ekki lengra en nefið á þeim nær, en á sama tíma fáum við að vita hvað er þeim mikilvægast, sem er einfaldlega það að segja „dude“ og „sweet“ 189 sinnum á hverjum degi. Atriðið þar sem þeir uppgötva húðflúrin lifir vel í minningunni og er ennþá fyndið.

 

Memento (2000)

YDOBGxl
Það væri ekki hægt að skrifa um húðflúr í kvikmyndum án þess að minnast á Memento, en þar eiga þau stórann hlut í sögunni. Leonard á við minnisvanda að stríða og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Til að hjálpa við leitina þá ákveður hann að húðflúra á sig vísbbendingar og skilaboð til sjálfs síns. Ég hef þó hvergi séð skrifað: „Buy milk“.

 

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (2004)

Þegar Sirius Black, leikinn af Gary Oldman, birtist á hvíta tjaldinu með nokkur húðflúr yfir brjóstkassann og neðarlega á hálsinum varð það mjög umdeilt. Leikstjórinn Alfonso Cuarón færði okkur fyrstu fullorðinslegu Harry Potter myndina og gaf Sirius þessi húðflúr því hann vildi sýna hversu varanleg áhrif fangelsisvistin hafði á hann. Aðdáendur bókanna voru margir afar ósáttir en þó ekki það mikið því myndin er talin með þeim betri af HP myndunum. Húðflúrin eru frá rússneskum fangelsisklíkum og skilgreina þann sem ber þau sem einstakling sem ber að óttast og virða.

 

The Night of The Hunter (1955)

Þegar myndin kom út var það sjaldgæfur hlutur að sjá mann með húðflúr á fingrunum og það var enn merkilegra að á annarri hendi stæði orðið „love“ en á hinni „hate“. Orðin eiga að tákna innri togstreitu persónunnar vegna ást sinnar á guði og hræðilegra gjörða hans (sem verða ekki ræddar hér, horfið bara á myndina).

 

Papillon (1973)

Fiðrildahúðflúr munu seint teljast karlmannleg en það er samt eitthvað svo töff við það að Steve McQueen hafi borið slíkt, þó það hafi verið í plati fyrir hlutverk hans sem fanginn Papillon, en það fór honum bara nokkuð vel. Fiðrildið er þó ekki bara til skrauts heldur er það merkingarbært fyrir fangann Papillon (franska fyrir fiðrildi) sem dreymir um að fljúga frá fangelsinu.

 

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl (2003)

Piratebrand
Johnny Depp var kjörinn sem sjóræninginn Jack Sparrow, en sjóræningjar eru ábyggilega með fyrstu húðflúruðu kíkumeðlimunum. Depp var þá sjálfur byrjaður að safna nokkrum húðflúrum, en frægasta húðflúrið var teiknað á hann og þekkir hvert mannsbarn sem séð hefur myndina. Húðflúrið var gervi í fyrstu myndinni en í framhalsdmyndunum hafði Johnny sett það varanlega á sig með litlum breytingum, t.d. sneri svalan í aðra átt en upphaflega.

 

Snatch (2000)

snatch
Boxarinn og hörkutólið Mickey O’Neil vakti strax áhuga, en þegar húðflúrin birtust var hann þeim mun áhugaverðari. Sem bardagamaður koma húðflúrin lítið á óvart en gerð þeirra og þema eru óvænt. Enginn gaddavír og ekkert tribal. Til að mynda er hann með seinustu kvöldverðamáltíðina á bakinu og Maríu mey yfir kviðinn og annað brjóstið. Bæði virka sem heimagerð eða ódýr húðflúr sem koma kannski lítið á óvart þar sem persónan er ekki með mikið fé á milli handanna. Einnig er hann með blómagerði yfir hálfan kviðinn, púmadýr aftan á efri handlegg og tramp stamp. Afar skemmtileg blanda og passar vel inn í raunveruleikann þar sem ekki er óalgengt að sjá ólík þemu mætast á einum likama.

 

Cape Fear (1991)

CapeFear3
“There isn’t much to do in prison except desecrate your flesh”. Það segir persóna Robert De Niro, Max Cady, þegar hann segir frá ömurlegri dvöl sinni í fangelsinu. Hér er enn ein undarleg blandan af húðflúrum þar sem hér mætast trúin, ástin og hefndin. Fyrir persónuna virðist hvert húðflúr þó tákna áminningu á slæma tíma sem persónan upplifði.

 

American History X (1998)
american-his-x_M_jpg_627x325_crop_upscale_q85

Þó persónan Derek hafi mörg húðflúr, þá er eitt sem allir muna eftir og það er hakakrossinn á brjóstkassanum.  Myndin kennir okkur samt að þó húðflúr séu varanleg þá getur skoðun okkar á þeim breyst og þróast.

 

Titan A.E. (2000)

Þó ekki sé farið í merkingu húðflúrsins í myndinni sjálfri, þá hafa sprottið upp ýmsar kenningar frá aðdáendum. Gleymum þó ekki að stundum þurfa húðflúr ekki að tákna neitt og er eitthvað sem persóna velur til að einkenna. Er líka ekki bara nógu svalt að teiknimyndapersóna beri húðflúr?