Stuttu fyrir jólin í fyrra mætti austurríska gæðablóðið Christoph Waltz í sófann hjá Jimmy Fallon þar sem jólahefðir voru til umræðu. Waltz auðvitað fussaði og sveiaði yfir „aumingjalegu“ vestrænu goðsögnunum og rifjaði upp hvernig er að alast upp við þá tilfinningu að loðinn, ógeðfelldur sveinkadjöfull með langa tungu og hófa kæmi á eftir þeim sem yrðu ekki stilltir yfir hátíðirnar…
Mjólk og smákökur hvað?

Fínasta fræðsla í ljósi nýju kómísku jólahrollvekjunnar sem frumsýnd verður á föstudaginn.

Leyfum Waltz að útskýra hvernig þessi Satan-Sveinki virkar…