Með einu skilyrði!

… ef Daniel Craig snýr aftur líka.

(ath. ekki lesa lengra ef þú átt ennþá eftir að sjá SPECTRE)

 

Breska slúðurpressan hefur mikið greint frá því síðustu daga að tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn sé meira en til í að snúa aftur sem erkióvinur James Bond, Ernst Stavro Blofeld, svo framarlega sem Craig lætur sjá sig líka.

Waltz vill ólmur halda áfram „continuity“ röðinni á undanförnum Bond-myndum, og má auðvitað líka spyrja sig hvort þetta sé í ljósi þess hvað Spectre var harðlega gagnrýnd fyrir það að vita ekkert hvað átti að gera við Blofeld út alla myndina. Myndin fékk ágætisviðtökur og fína aðsókn en var talin mikil vonbrigði á meðal hörðustu Bondara, og ekki síður miðað við hversu sterkur forverinn þótti, Skyfall.

Spectre-trailerCraig, hins vegar – eins og margir vita, hefur ekkert verið að sækjast sjálfur í aðra lotu og m.a.s. grimmt látið í sér heyra með það hvað hann er orðinn þreyttur á hlutverkinu. Kannski Waltz nái að tala hann til? Eða kannski meinar hann það þegar hann segist frekar vilja skera sig á púls heldur en að bregða fyrir aftur sem Njósnari hennar hátignar. Margir gagnrýnendur sögðu að frammistaða Craigs í Spectre hafi verið í áhugalausari kantinum, og að sæist greinilega að hann væri ekki að nenna þessu lengur.

 

Myndir þú vilja sjá Craig mæta Blofeld aftur (og þá almennilega!) eða þýðir nokkuð að berja í þennan dauða hest?