“Every child is special.”

Like Stars on Earth hvílir í 81. sæti lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma, það er um það bil eina ástæðan fyrir því að ég horfði á hana. Ég er ánægður með að hafa gert það þó svo að myndin sé allt of löng (tæpir 3 tímar). Þetta er indversk mynd um 8 ára dreng sem gengur hrikalega illa í skóla og er gjarn á að koma sér í vandræði. Það er ekki fyrr en afleysingakennari áttar sig á vandamálinu að viðsnúningur verður.

Þetta er áhrifarík mynd byggð á sannri sögu. Þó svo að myndin sé dramatísk er slegið á létta strengi og stundum breytist hún upp úr þurru í einhverskonar furðulegan söngleik. Velkomin til Bollywood! Inverska stórstjarnan Aamir Khan leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkið. Myndin sló í gegn á Indlandi og var líka nokkuð vinsæl vestan hafs. Nokkuð auðvelt að mæla með þessari.

“lf you fancy racing, breed racehorses, dammit, not children.”

Leikstjóri: Aamir Khan