The Nice Guys - PostersRussell Crowe og Ryan Gosling sameina krafta sínu í nýjustu ‘böddí-‘mynd snillingsins Shane Black. Sagan gerist í Los Angeles árið 1977. Einkaspæjarinn Holland March (Gosling) er ráðinn til að rannsaka meint sjálfsmorð klámstjörn og fær hann mikla óumbeðna aðstoð frá ungri og eldklárri dóttur sinni, Holly. Þegar vísbendingarnar leiða hann að stúlku að nafni Amelia hittir hann annan einkaspæjara, Jackson Healey (Russell Crowe), sem fer óhefðbundnar leiðir í rannsóknum sínum.

Ástandið versnar þegar Amelia hverfur og þá fer að gruna að fleiri eigi hagsmuni að gæta í málinu en þeir gerðu sér grein fyrir. March, Healey og Holly taka höndum saman til að takast á við heima fulla af sérvitringum og mögulegu samsæri sem teygir anga sína til ríkisstjórnarinnar.

Bíóvefurinn heldur alveg gríðarlega upp á Shane Black (og skrifast myndir á hann á borð við Kiss Kiss Bang Bang, The Last Boy Scout og Lethal Weapon). The Nice Guys þykir ólíkleg til að valda hörðustu aðdáendum kappans vonbrigðum. Myndin hefur hlotið skothelda dóma og mælum við svo sannarlega með henni. Crowe og Gosling hafa aldrei verið fyndnari. Bætið síðan við fínasta ’70s andrúmslofti og þá er komið gott afþreyingarbíó.

Hér er brot:

Komdu og hlæðu með okkur

Hvenær? Fimmtudaginn 2. júní, þá verðum við með forsýningu á myndinni, í Háskólabíói kl. 20:00.
Hægt er að kaupa miða í bíóinu eða hér: