Hvað væri alvöru Spider-Man mynd án gamla, klassíska þemalagsins? Eða a.m.k. einhverrar útgáfu af því (gleymum t.d. ekki hvernig Sam Raimi kaus að nota það í annarri mynd sinni).

Tónsmiðurinn Michael Giacchino gaf aðdáendum smá smakk á Twitter varðandi hvernig lykilstefið hans muni hljóma í nýjustu myndinni, Spider-Man: Homecoming. Það sækir aldeilis í gamla skólann, en auðvitað með nýju og þægilega léttu sniði.

Fílum þetta.

 

 

Myndin er væntanleg 5. júlí.