Surveillance er skemmtilega sjúkleg ræma eins og búast má við frá dóttur David Lynch (pabbi framleiddi). Myndin byrjar eins og hefðbundin lögreglurannsókn þar sem meðal annars kemur fyrir goðsögnin Michael Ironside. Fljótlega tekur FBI yfir rannsóknina með Bill Pullman og Julia Ormond í fararbroddi. Ekki er allt sem sýnist og áhorfandanum er snúið í nokkra hringi eins og þvottavél á rinse. Svo kemur klórið! Pullman getur verið æðislegur leikari og þessi mynd er eitt dæmið um það. Maður veit aldrei nákvæmlega hvar maður hefur hann og hann spilar talsvert á það. Lögrelumenn í þessari mynd eru ekki beint stétt sinni til sóma en í Lynch landi smellpassa þeir inn. Það er ákveðið B yfirbragð yfir þessari mynd en hún er vel leikin og maður fær ofbeldið beint í æð.

„You’re never going to sleep again.“

Leikstjóri: Jennifer Chambers Lynch (Chained)