“The three outlaws from Krypton descend to Earth to confront the Man of Steel in a cosmic battle for world supremacy.”

Richard Donner leikstýrði fyrstu Superman myndinni árið 1978 og var langt kominn með framhaldið þegar deilur ollu því að hann gekk út og Richard Lester kláraði myndina. Donner var aldrei fullkomlega ánægður með þá útgáfu af myndinni sem kom út og fékk því að klippa myndina alveg upp á nýtt og ný útgáfa var gefin út árið 2006. Þessi útgáfa er 11 mínútum styttri og þykir mjög breytt frá upphaflegu útgáfunni.

Það er talsvert síðan ég sá þessa mynd síðast svo ég verð að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega eftir henni og gat því ekki komið auga allar breytingar. Það sem ég get sagt er að þessi mynd er mikið betri en ég mundi eftir. Gömlu brellurnar eldast vel og sagan er hröð og nokkuð þétt. Það er æðislegt andrúmsloft í myndinni en hún er eins og klippt út úr comic bók með tilheyrandi samtalsstíl.

Illmennin eru alveg stórkostleg með Terence Stamp í miklu stuði sem General Zod. Það eru margar senur með Marlon Brando og ekki má gleyma Gene Hackman sem Lex Luthor. Margot Kidder er veikur hlekkur sem Lois Lane en Christopher Reever var og er enn besti Súpermann allra tíma, svífandi um í bláu náttfötunum. Hans útgáfa af Clark Kent er frábær og atriðin þar sem Lois er að fatta hver hann er gefur honum tækifæri til a sínu hversu magnaður leikari hann var.

“General Zod does not take orders. He gives them.”

Leikstjóri: Richard Donner (Superman: The Movie, The Goonies, Lethal Weapon 1-4, Ladyhawke)