Sunrise: A Song of Two Humans er þögul mynd eftir þýska leikstjórann F.W. Murnau. Myndin fjallar um sveitapilt sem verður ástfanginn af stúlku úr borginni sem sannfærir hann um að myrða eiginkonu sína og flytja með sér til borgarinnar. Myndin er í fullri lengd, eða 94 mínútur. Hún er tæknilega vel gerð með fallegri tónlist sem túlkar tilfinningar persóna en tónlistin er sérstaklega miklvæg í þessum þöglu myndum. Þetta er ágætis mynd en í samanburði við myndir eins og Metropolis og The Passion of Joan of Arc stenst hún ekki samanburð. Það er hinsvegar mikill metnaður lagður í framleiðslu og af ýmsum tæknilegum ástæðum er myndin söguleg. Mér fannst myndin ekki beint skemmtileg en þó áhugaverð að ýmsu leyti.

Myndin fékk þrenn Óskarsverðlaun, fyrir bestu mynd, bestu leikkonu og bestu myndatöku. Hún situr nú í sæti nr. 167 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

“Sell your farm… come with me to the City.”

Leikstjóri: F.W. Murnau (Nosferatu)