Fyrir utan Deadpool þá er Suicide Squad sú ofurhetjumynd sem við bíðum hvað spenntust eftir. Nú er komið enn eitt augnakonfektið á netið sem aðdáendur, sérstaklega þeir sem ólust upp á ’90s tímabilinu með Batman, Superman og Justice League teiknimyndunum, munu kunna vel að meta.

Hér er um að ræða endurgerð á eldhressa trailernum þar sem gengið gerði allt brjálað með Bohemian Rhapsody í undirspilun, en í þetta sinn er hann teiknaður!