Tímarnir hafa breyst, tískan hefur breyst en af þessu sýnishorni að dæma er Derek Zoolander ennþá sami elskulegi aulinn og þegar hann steig fyrst á sjónarsviðið fyrir tæpum 15 árum síðan.

Fyrir skömmu fengum við bæði kitlu og staðfestingu um að Ólafur Darri muni bregða fyrir í litlu hlutverki, en nú er bíótrailerinn mættur, og þó hann kannski uppljóstri sumu sem hefði verið skemmtilegra að uppgötva í bíóinu sjálfu (t.a.m. allt með Justin Bieber eða yndisleg innkoma frá Benedict Cumberbatch sem ofurmódelið ‘All’) þá virðist Ben Stiller hafa engu gleymt og virðist halda í sambærilega grillaðan tón. Vonandi stenst ‘2oolander’ væntingar þeirra margra, margra aðdáenda sem hún hefur sópað til sín öll þessi ár.

Frumsýnd í febrúar.