DC-bíóheimurinn stekkur stórt skref með komu Batman v Superman og stækkar svo ennfremur þegar Suicide Squad lendir í lok sumars. Man of Steel, undir taum stílistans Zack Snyder, er sú sem kom þessu öllu af stað sumarið 2013. Myndinni hafði verið beðið eftir með brjálaðri eftirvæntingu (enda voru trailerarnir helsjúkir!) en hlaut voða blendnar viðtökur.

Sumir hreint og beint elska hana en aðrir geta ekki horft framhjá handritsgöllunum, svo eitthvað sé nefnt. Aðrir koma sér fyrir einhvers staðar í miðjunni og yppa öxlum við tilhugsunina um hana. Hvað sem fólki finnst, þá er allavega ljóst að nýja Ofurmennið sé komið til að vera.

Hörður Fannar Clausen og Birgir Snær Hjaltason eru tveir taka sitthvorn pólinn og er sanngjarnt að segja að þeir munu bregða sér á Bat v Supes með gerólíkar væntingar.

 

Hörður Fannar – MEÐ

man-of-steel-superman-flying

Mikilvægast að negla niður áður en við byrjum er að þetta var ekki bara ný Superman mynd, heldur var þetta fyrsta Man of Steel myndin. Hvað meina ég með því? Þetta er algjörlega nýr Superman, endurhannaður fyrir 21. öldina.

Zack Snyder, David Goyer og Chris Nolan vissu að nýjum Superman þurfti að fylgja ný saga, þannig þeir sóttu í klassískar Superman myndasögur, bræddu þær saman, slettu inn sínum eigin hugmyndum og „alvarlegu“ útgafu Nolans af ofurhetjuformúlunni. Niðurstaðan: Einhver djarfasta, hasarpakkaðasta og tilfinningaríkasta ofurhetjumynd allra tíma. Snyder sprengdi út skjáinn með sínum klikkuðu hugmyndum (Fyrstu 20 mínúturnar gerast allar á Krypton?! Geðveikt), einstakri kvikmyndatöku og hasar sem sem hefur enn ekki verið toppaður þremur árum seinna. Man of Steel byggir upp titilkarakterinn frá grunni, hann er óreyndur, hrjáður konfliktum sem Superman hefur aldrei þurft að takast á við áður, en fyrst og fremst er hann ófullkominn.

Gallaður Superman er erfið sala, ég veit… en á sama tíma svo miklu þýðingarmeiri fyrir okkar tíma. Og eins og með Stálmennið sjálft þá er ekki hægt að neita göllum myndarinnar. David Goyer hefur aldrei verið neitt svakalegur penni og sum mikilvæg móment hafa ekki alveg áætluð áhrif… En punkturinn er sá að það er allt í lagi. Það er metnaðurinn, velvlijinn og einlægnin á bakvið Man of Steel sem heillar mig við hana ennþá í dag og hífir hana upp yfir restina. Einstök ofurhetjumynd.

 

Birgir Snær – Á MÓTI

img_3429-copy

Þegar Man of Steel var fyrst kynnt og hverjir stæðu á bakvið hana gat maður ekki annað en næstum því hoppað hæð sína af gleði; frábær „visual“ leikstjóri en ekki svo góður að gera sín eigin handrit, allt í lagi handritshöfundur sem kann að koma með grunnhugmyndir en ekkert meira en það. Einn stærsti aðdragandinn var þó þátttaka Christophers Nolans en hann var því miður bara framleiðandi og átti engan hlut í innihaldinu.

Myndin er algjör óreiða. Eitt stærsta klúður handritins var tímalínan og strúktúr hennar, til dæmis í fyrstu atriðunum á jörðinni fer Clark úr því að vinna á fiskiskipi í gengilbeinu síðan að aðstoða bandaríska herinn. Gerðist þetta á nokkrum dögum, vikum, mánuðum? Síðan eru það öll „flashback“ og hvernig þeim er troðið inní myndina, þarna hefði betri klipping strax hjálpað . Plús, hver var hugmyndin með að láta ekki Clark bjarga jarðarpabba sínum? „nei sonur ég vill frekar deyja en þú að sýna krafta þína“ mjög öðruvísi leið til að gefa myndinni smá tilfinningalegt gildi.

Lois Lane og hennar „ofurkraftar“ eru heldur ekki að gera sig. Persónan hefur lítið með söguna að gera og hefði frekar mátt sleppa henni. Ofan á það getur manneskjan klifið ísfjall í háhæluðum skóm, finnur ekkert fyrir kulda á norðurskautinu þannig það er ekkert mál fyrir hana að hafa úlpuna rennda niður. Hún lærir á byssu sem var gerð af geimverum á einni sekúndu og drepur vondu kallana eins og þeir væru styttur, nota bene, þessar geimverur voru þjálfaðir hermenn. Og…
Hvernig vissi eiginlega Clark af geimskipinu á norðurskautinu?

Siðan er ég með nokkrar spurningar varðandi Zod. Af hverju ekki bara taka Clark og draga Genaskránna („the codex“) úr honum og síðan umbylta hvaða annarri plánetu sem er með dómsdagstækinu sínu? Af hverju jörð? Hver var útskýring hans fyrir að vilja drepa mannkynið? Hvernig gat hann aðlagast andrúmslofti jarðarinnar á fimm mínútum á meðan það tók mest alla æsku Clarks að ná völdum á því.

Mín niðurstaða, eintómt klúður hjá Snyder og Goyer þegar það kom að handritinu og merkilega fjörlaus tónn, en myndin má eiga það að hún er einhver sú flottasta bíómynd sem komið hefur nýlega út. En er það nóg??

 


 

Hvað með þig? Ert þú með, á móti eða í miðjunni hvað þessa steruðu Superman upphafssögu varðar?