Í Inferno stígur Tom Hanks í kunnugleg spor þar sem hann mun snúa aftur sem Robert Langdon í Inferno sem er byggð á samnefndri bók eftir Dan Brown. Flestir muna eflaust eftir The Da Vinci Code þar sem Langdon leitaði kaleiksins og Angels and Demons þar sem hann reynir að vernda Vatikanið undan hryðjuverkaáras. Í þetta sinn verður hann að leysa dulmál þrátt fyrir að hann þjáist af minnisleysi.

Ron Howard heldur þarna aftur um tauminn og ásamt Hanks eru Felicity Jones og Ben Foster. Myndin verður frumsýnd í október á þessu ári vestanhafs og veðjar undirrituð á að íslendingar þurfi ekki að bíða lengur eftir henni.