Það styttist nú í að Captain America: Civil War komi út (lok apríl, ef einhverjir skyldu hafa gleymt) og verður hún stökkpallurinn inn í Phase 3 hluta Marvel-heimsins. Miðað við allt sem við höfum séð um myndina lítur hún fyrir að vera á svipuðum stærðarskala og Avengers myndirnar. Civil War myndasögurnar er þekkt fyrir að vera eins sú áhrifamesta frá Marvel og skiptir því máli að vera með aðdragandan á hreinu. Myndirnar eru þó orðnar 12 talsins og nánast orðið fullt starf að horfa á þær allar til að rifja þær upp.

MCU Exchange skilja vandamálið og klipptu saman 5 mínútna súperklippu sem rifjar upp atburðarrásina sem skiptir máli upp að Civil War. Myndbandið gerir þær kröfur að þú sért búinn að sjá myndirnar en virkar rosalega vel sem smá upprifjun fyrir „nýliðana“ eða þá sem hafa ekki horft tólf sinnum á hverja.

Þetta er nánast betra en trailerarnir sem við höfum fengið hingað til og stefnir allt í að myndin verði ein sú stærsta og öflugasta hjá Marvel. Russo-bræðurnir leikstýra myndinni en þeir sáu um síðustu Captain America mynd sem var Winter Soldier. Næsta verkefni þeirra bræðra er svo Avengers: Infinity War part 1 og 2.

https://www.youtube.com/watch?v=682_yjauxso

Civil War er væntanleg til landsins 29. apríl. Við þurfum þó ekki að bíða svo lengi eftir því að sjá ofurhetjur slást þar sem Batman V Superman er væntanleg í næsta mánuði þann 25. mars. Þann 20.mai er svo X-Men Apocalypse væntanleg í kvikmyndahús og má með sönnu segja að bíósumarið byrjar stórt og byrjar snemma. Við erum spennt.