kanako1Desemberflóð sýnishorna heldur áfram að stækka, þar sem hvert reynir að toppa hitt (Star Trek strax orðið mitt uppáhalds). Paramount lenti í því í gær að trailerinn lak á netið, á þýsku og í hrikalegum gæðum, þannig að ákveðið var strax að minnka tjónið og gefa út sýnishornið í almennilegum gæðum – í stað þess að frumsýna það á undan *hinni*  stóru geimmyndinni sem J.J. Abrams hefur puttana í. Star Trek Beyond trailerinn nýtur sín núna í öllum sínum gæðum.

Ekki er gefið mikið upp í þessum „litla“ trailer, en við komust af því að hetjunar okkar eru komnar lengra út í geiminn en nokkru sinni fyrr, sem gerir það að verkum eins og Idris Elba orðað það best „ The frontier is pushing back“.
Sumsé, mikill hasar, eldri-kynslóðar Star Trek aðdáendum til mikillar óánægju, og húmór sem kemur aðallega frá svipbrigðum Spock og vel völdum setningum Bones – sem vonandi verður meira í þessari en Into Darkness.

Allir aðalleikarar fyrri myndanna eru mættir aftur hressir: Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Zaldana, Simon Pegg og Karl Urban og við hópinn hafa bæst Idris Elba (eintóm Hamingja) og Sofia Boutella (úr Kingsman).

kanako1

J.J. var augljóslega of upptekinn til að snúa aftur, og þann afrakstur fáum við öll að sjá eftir nokkra daga. En í staðinn kemur inn maðurinn sem dældi inn smá bensíni aftur í Fast And The Furious heiminn, Justin Lin… aftur, Star Trek aðdáendum til mikillar óánægju. Hins vegar fer ekki á milli mála að hann muni eflaust standa sig í hasarnum, og allir sem létu frægu linsuglampana hjá Abrams pirra sig geta huggað sig við það að sá stíll er alveg horfinn. Þeir sjást ekki nema nokkrir í þessu sýnishorni.

En ekki nóg með það að Star Trek Beyond (enn gleyma þeir tvípunktinum) breytti um leikstjóra, heldur var líka skipt um handritshöfunda. Alex Kurtzman og Damon Lindelof voru of uppteknir til að skrifa Beyond (sem eru reyndar mjög jákvæðar fréttir fyrir Trekkara), þannig í staðinn fengu þeir Simon Pegg og Doug Jung að skrifa nýja handritið ásamt Roberto Orci, John D. Payne og Patrick McKay.

Hérna er trailerinn í allri sinni dýrð

 

PS. Skil ekki hatrið á Star Trek Into Darkness, fáránlega skemmtileg ræma (að mati undirritaðar).