„For every good in the universe, there is an evil.“

Þegar þessi mynd kom fyrst út fannst mér hún ömurleg. Mér fannst hún móðgun við seríuna og einfaldlega skelfileg. Nú þegar ég horfi á hana aftur finnst mér hún mun betri af einhverjum ástæðum. Hún er meira að segja næstum því mjög góð og aðeins á undan sinni samtíð. Loksins var litið til Romulans í leit að óvini en hann er samt sem áður mjög óhefðbundinn að þessu sinni. Án þess að segja of mikið er hann í raun mennskur og er leikinn af sjálfum Tom Hardy.

Það er mikil áhersla á Picard í myndinni og tengsl hans við dularfulla óvininn. Vandamálið er að mér fannst óvinurinn aldrei eiga neitt í Picardinn svo það varð aldrei nægileg spenna. Stór plús var magnað geimskip óvinarins, eitt það svalasta í Star Trek heiminum. Aukapersónur fengu of lítið að gera og sagan leystist upp í vitleysu í endann. Samt sem áður er þetta ágætis afþreying.

Star Trek nýtur sérstöðu af ýmsum ástæðum en ég held að aðalástæðan sé sú að serían sýnir framtíð mannkyns þar sem við höfum náð að sigrast á þeim vandamálum sem herja á okkur í dag. Það eru ekki lengur styrjaldir, hungursneið, græðgi og fordómar. Í Star Trek stendur mannkynið saman fram í rauðan dauðann og það er mjög falleg tilhugsun.

„Whatever he is after, it isn’t peace.“

Leikstjóri: Stuart Baird (Executive Decision)