„The Battle For Paradise Has Begun.“

Fram að þessum tíma voru Star Trek myndirnar öðruvísi en þættirnir. Sögurnar voru stærri og meira var í húfi. Insurrection er hinsvegar eins og tveir venjulegir þættir settir saman í eina sjónvarpsmynd. Það er ekki þar með sagt að hún sé léleg, enda eru þættirnir góðir, bara ekki í sama klassa og fyrstu myndirnar í seríunni. Líkt og hefð er fyrir er stór leikari í hlutverki illmennisins, þ.e. F. Murray Abraham, þekktastur fyrir að hafa leikið Salieri í Amadeus. Sagan er þessi klassíska prime directive saga þar sem Enterprise er í því að leysa deilu á milli manna og verja minni máttar. Myndin er útlitslega flott og það er ekkert stórt sem er hægt að setja út á, myndin er einfaldlega ágæt.

„I’m going to miss these flesh-stretching sessions, my dear.“

Leikskjóri: Jonathan Frakes (Star Trek: First Contact)