„The torch of adventure is about to be passed.“

Star Trek: Generations kom út þremur árum eftir The Undiscovered Country og brúar bilið á milli gömlu og nýju áhafnar Enterprise. Myndin var gerð strax á eftir lokaþætti Star Trek: The Next Generation (All Good Things). Myndin eyðir því ekki tíma í að kynna persónur, það þekkja allir Picard og félaga svo manni er hent beint út í hasarinn. Þessi mynd er mjög metnaðargjörn og talsvert vel heppnuð þó svo að sumt hafi elst, sérstaklega með komu nýju Star Trek myndanna. Sögusviðið er epískt. Það spannar um 80 ár og í húfi eru fleiri milljónir lífa. Malcolm McDowell er lykilmaður, frábær leikari og hörku illmenni. Það er mjög gaman að sjá Patrick Stewart og William Shatner saman en atriðin í Nexusnum eru kannski aðeins of cheesy.

Þessi mynd er ein sú besta í seríunni og stendur enn vel fyrir sínu. Hún er stærri og flottari en þættirnir og það er fullt gullmolum inn á milli. Data fær mikla athygli þar sem hann prófar tilfinningakubbinn í fyrsta skipti með mjög skemmtilegum afleiðingum. Generations er frábært ævintýri sem er nauðsynlegt að rifja upp annað slagið.

„Actually, Captain, I am familiar with history. And if I’m not mistaken, you’re dead.“

Leiksjóri: David Carson (Unstoppable)