„Planet Earth. Population 9 billion. None human.“

The Wrath of Khan er besta Star Trek myndin og að gefa annað í skyn væri guðlast af hæsta stigi. Burtséð frá því þá er First Contact nánast eins nálægt fullkominni Star Trek mynd og hægt er að komast. The Borg eru klárlega bestu óvinir seríanna. Þeir eru ógnandi, gríðarlega sterkir og liggur við ósigrandi. Einskonar space zombies en með tilgang. Í myndinni fara The Borg til fortíðar og taka yfir mannkynið. Enterprise nær að elta þá til fortíðar og þar með hefst ævintýrið.

Þessi mynd er dimm og alvarleg en á sama tíma létt og skemmtileg. Allt sem hefur með The Borg að gera er mjög vel heppnað og kynni Picard af þeim í seríunum er notað til hins ítrasta. Atriðin með Picard og Lily þar sem Lily líkir honum við Ahab í Moby Dick eru sérstaklega áhrifarík. Atriðin með Data og Borg drottningin hitta líka beint í mark, sérstaklega þegar drollan freistar hans með raunverulegu holdi. Ryker og Troi skemmta sér vel með hönnuði warp drive (James Cromwell), Troi dettur meira að segja í það.

Þessi mynd bætir talsvert við forsögu þessa heims með því að sýna uppruna geimferða mannkyns. Bæði sjáum við fyrsta warp geimflugið og fyrstu kynni mannkyns af geimverum, þ.e. fyrir utan Spock í The Voyage Home. First Contact er klassa sci-fi mynd og bara frábær Star Trek mynd.

„Borg? Sounds Swedish.“

Leikstjóri: Jonathan Frakes (Star Trek: Insurrection)