Þessi mynd er frá S-Kóreu en það kemur alltaf stöðugt streymi af gæða kvikmyndum. Hún fjallar um Búddah múnk sem býr einangraður í ótrúlega fallegum dal og elur þar upp ungan lærisvein. Sagan fer í gegnum árstíðirnar eins og titillinn bendir til en með hverri árstíð hafa liðið mörg ár. Áhorfandinn fylgist með lærisveininum læra dýrmætar lexíur og í heildina litið er myndin einskonar myndlíking fyrir sjálfu lífið. Náttúran spilar stórt hlutverk í myndinni sem er ekki langt frá því að vera náttúrulífsmynd á köflum. Sagan er mjög áhugaverð og djúp þrátt fyrir einfeldni. Vönduð og mjög flott mynd.

„Lust awakens the desire to possess. And that awakens the intent to murder.“

Leikstjóri: Ki-duk Kim (The Isle)