Michael Bay er ákaflega hrifinn af því að klessa saman róbóta og sprengja allt í loft upp sem verður í vegi þeirra (og samkvæmt honum eru víst komin plön sem kortleggja alveg þónokkur framhöld í viðbót). Hasarmeistarinn lætur sko ekki neikvæðar viðtökur gagnrýnendur stoppa sig því peningarnir hrúgast inn með hverju eintaki í þessari seríu.

Transformers: The Last Knight lofar enn stærri flugeldasýningu en nokkru sinni fyrr í þessum myndaflokki og nú bætist við Anthony Hopkins og fleiri nýgræðingar. Mark Wahlberg snýr líka aftur, sportandi nýja hárgreiðslu í miðjum látunum.

Það sem vekur mestu athygli í þessum nýja trailer eru þessar stöðugu „aspect ratio“ (þ.e.a.s. hlutfalla-)skiptingar. Þetta er ekki ósvipað formats-skiptingunum sem Chris Nolan hefur verið vanur með undanförnum myndum sínum, nema bara tekið á næsta level… sem er auðvitað það sem Bay elskar að gera.

Myndin er væntanleg í júní.