„It’s date night“

Ég var búinn að horfa á þessa mynd í 20 mínútur þegar konan fór að kalla: „Hvað ertu eiginlega að horfa á?“ þessi mynd er svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma. Hún er endurgerð af alræmdri hefndarmynd sem ber sama titil frá 1978. Ég sá þá mynd fyrir nokkrum árum og fannst hún nokkuð góð. Það er alltaf áhugavert að sjá hvernig endurgerðir eru tæklaðar, þ.e. hverju þeir breyta og svo framvegis. Skipta má myndinni í tvo meginhluta, fyrir árás og nauðgun og eftir. Fyrri hlutinn var nánast eins og gamla útgáfan en hefndin var talsvert breytt. Það sem stúlkan gerir svo við þessa drengi er ansi rosalegt.

Það eru kostir og gallar við þessa. Leikur var bara í meðallagi, sá sem lék þann þroskahamlaða var reyndar mjög lélegur. Myndin fær smá frádrátt af því að hún er endurgerð en fær að sama skapi prik í kladdann fyrir hardcore hefndarsenur sem fá hörðustu horror reynslubolta til að setja upp „aw hell no“ svipinn.

„I’m gonna cut his retard pecker off and use it as a goddamn hood ornament!“

Leikstjóri: Steven R. Monroe (I Spit on Your Grave 2, The Exorcism of Molly Hartley)