“The dead are alive.”

Kominn tími á endurmat á 26. James Bond myndina, Spectre. Daniel Craig myndirnar hafa að mestu verið mjög góðar, að fráskilinni Quantum of Solace það er að segja. Sam Mendes leikstýrði hinni frábæru Skyfall árið 2012 svo það voru flestir ánægðir með að heyra að hann myndi einnig taka að sér Spectre.

Þessi mynd er einskonar endapunktur á sögu sem byrjaði í Casino Royale þar sem illmennið þar, Le Chiffre, var meðlimur í Spetre og undirmaður hins dularfulla Blofeld sem reyndist vera með puttana í framhaldsmyndunum líka. Þessi mynd er mjög vel gerð og það er heill hellingur af skemmtilegum hasaratriðum. Myndin tékkar í öll helstu Bond boxin og Craig er svalur að vanda.

Myndin er ekki gallalaus en mér fannst þetta mikla illmenni (Blofeld) vera allt of lítið í myndinni og áhrifamáttur hans því minni. Undirsagan með C og M var líka ekki mjög spennandi en kannski hefði verið betra að sleppa henni alfarið. Opnunaratriðið í Mexíkó er mjög eftirminnilegt og skemmtileg tilviljun að vera nýbúinn að sjá Coco sem er gerist líka á Degi hinna dauðu. Allt í allt þéttingsföst Bond negla.

“You’re a kite dancing in a hurricane, Mr Bond.”

Leikstjóri: Sam Mendes (American Beauty, Road to Perdition, Revolutionary Road, Skyfall)