„The bayou has its own law… and they just broke it.“

Southern Comfort kom út á gullaldarskeiði Walter Hill. Southern Comfort fjallar á engan hátt um drykkinn sem ber sama nafn heldur hóp af hermönnum sem lendir í vandræðum við æfingar. Einhver (eða einhverjir) fer að drepa þá einn af öðrum svo þeir þurfa að leggja sig alla fram við það eitt að lifa af. Það eru sterkir leikarar í hópnum eins og Keith Carradine, Fred Ward og Powers Boothe. Þetta er spennandi mynd í anda Deliverance og Dog Soldiers þar sem við höfum stóra skammta af karlmennsku á borðstólnum með undirliggjandi Vietnam ádeilu. Frábær mynd frá þessum skemmtilega leikstjóra.

„Comes a time when you have to abandon principles and do what’s right.“

Leikstjóri: Walter Hill (The Driver, Hard Times, The Warriors, Extreme Prejudice, 48 Hrs., Brewster’s Millions, Red Heat, Last Man Standing)