stevenspielbergLeikstjórinn Steven Spielberg hefur enn áhuga á því að gera annað ævintýri um þekktasta fornleifafræðing kvikmyndasögunnar. Orðrómar voru farnir að myndast síðustu misseri um að menn eins og Chris Pratt og Bradley Cooper gætu hugsanlega tekið við hattinum og svipunni í endurræsingunni margumtöluðu.

En Spielberg var hárðákveðinn í samtali við Screen Daily um að ekki standi til að núllstilla seríuna eða finna nýjan arftaka (og sjálfsagt þýðir það líka að Shia LaBeouf fái heldur ekki að máta hattinn… vei?). Hann vil meina að enn sé – og verði aðeins – einn Indiana Jones.

„Ég er ekki svo viss um að nokkur geti tekið við af Harrison Ford og ég tel ólíklegt að það gerist. Það er svo sannarlega ekki í mínum spilum að finna einhvern nýjan í hlutverkið, þetta er ekki eins og að skipta út Spider-Man eða Batman. Það er aðeins einn Indiana Jones í mínum augum og það er Harrison.“

Einnig var Spielberg aðspurður um hver aðdragandinn væri fyrir því að gera aðra Indy-mynd eftir að Kingdom of the Crystal Skull fékk svo neikvæðar viðtökur. „Það er meira til af ævintýrasögum þarna úti heldur kvikmyndum. Þannig að, meðan það eru ævintýri til hef ég mikinn áhuga að sækja í manninn í leðurjakkanum með svipuna og hattinn sem veit best hvernig á að koma hlutunum í verk.“

En lítið þýðir auðvitað að stökkva aðalmanninum varnar ef hann er ekki opinn fyrir öðru eintaki sjálfur. Ford, sem er 73 ára í dag, var spurður út í þetta og sagði hann við Guardian að hann yrði meira en til í aðra mynd. „Ef Steven (Spielberg) kemur aftur, hvers vegna ekki?“

Ókei, þannig að þeir tveir eru báðir til í fimmtu myndina – hvað með þig?