Leikarinn Jake Gyllenhaal og leikstjórinn Denis Villeneuve hafa átt farsælt samband á síðustu árum með myndunum Enemy og Prisoners. Þeir hafa ákveðið að halda áfram sínu góða samstarfi með kvikmyndinni The Son.

son-jo-nesboThe Son er gerð eftir bók Joe Nesbo og fjallar um persónuna Sonny Loftus sem var mjög öflugur glímukappi og átti framtíðina fyrir sér í þeirri íþrótt. Missir hann síðan tök á lífinu þegar faðir hans, sem vann hjá lögreglunni, fremur sjálfsmorð. Loftus endaði síðan í fangelsi og hann dúsaði þar næstu 12 árin þar sem hann lærir hvað í alvörunni gerðist fyrir föður sinn. Loftus flýr úr fangelsinu í leit að mönnunum sem áttu þátt í dauða föður síns og settu sig í fangelsi.

Ekki er vitað hvenær The Son fer í tökur en það má alveg búast við ári í það. Villeneuve mun vera upptekinn við tökur og eftirvinnslu á Blade Runner framhaldinu sem fer í tökur seinna á árinu.

Gyllenhaal er sjálfur upptekinn út þetta ár þar sem þrjár myndir með honum eiga að koma út á þessu ári og 2017, þessar myndir eru Nocturnal Animals, Stronger og sci-fi dramamyndin Okja.